Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Bjarni um ákvörðun Guðrúnar: „Ég ætla ekki að fara að leggja henni lín­ur um af­greiðslu máls­ins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra segist telja að „dóms­málaráðherra sé að gera hár­rétt með því að taka sér þann tíma sem nauðsyn­leg­ur er til að bregðast við, þannig að það stand­ist öll viðmið, þar á meðal lög­bund­in viðmið um af­greiðslu máls­ins.“

Þessi orð lét hann falla í sam­tali við mbl.

Leitað var eft­ir viðbrögðum Bjarna við bréfi rík­is­sak­sókn­ara sem hann sendi dóms­málaráðherra á dög­un­um; þar var farið þess á leit að Helga Magnúsi Gunn­ars­syni vara­rík­is­sak­sókn­ara yrði vikið tíma­bundið úr starfi vegna orða hans í op­in­berri umræðu:

„Á meðan málið er til meðferðar hjá dóms­málaráðherra ætla ég ekki að fara að leggja henni lín­ur um af­greiðslu máls­ins,“ sagði forsætisráðherra.

Aðspurður um hvort það sé í lagi að víkja manni frá störf­um sem hef­ur mátt þola hót­an­ir, líkt og Helgi Magnús hefur mátt þola, seg­ir Bjarni:

„Þetta er kjarni þess sem dóms­málaráðherra er að fást við. Ég ætla bara að segja að mér finnst það skipta öllu máli að þau skila­boð komi skýrt frá ís­lenska stjórn­kerf­inu að það verður ekki liðið að emb­ætt­is­mönn­um sé hótað eða ógnað með ein­hverj­um hætti. Þau skila­boð þurfa alltaf að ber­ast frá ís­lenska stjórn­kerf­inu. En þetta er að ein­hverju leyti mál sem varðar inn­byrðis sam­skipti í embætti rík­is­sak­sókn­ara og er nú til úr­lausn­ar í dóms­málaráðuneyt­inu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -