Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Dómaranum var ekki heimilt að kveða upp svo mildan dóm

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sif Sigmarsdóttir ritar pistil og byrjar hann á þessum orðum.

„Fyrir þremur árum skrifaði ég grein um ungan Breta sem átti yfir höfði sér fimmtán ára fangelsi. Ben John, nemandi í afbrotafræði við háskóla í Leicester, var tuttugu og eins árs þegar hann var fundinn sekur á grundvelli hryðjuverkalaga um að hafa ólöglega undir höndum þúsundir skjala um hvernig búa mætti til byssur, skotfæri og sprengjur.“

Bætir við:

„Óvænt vending átti sér hins vegar stað við dómsuppkvaðninguna. Timothy Spencer, dómari í héraðsdómi Leicester á Englandi, dæmdi John ekki í fangelsi heldur til þess að lesa heimsbókmenntirnar. „Hefurðu lesið Dickens?“ spurði dómarinn. „Austen? Byrjaðu á Hroka og hleypidómum og Sögu tveggja borga. Lestu svo Þrettándakvöld eftir Shakespeare. Hugsaðu um Hardy. Hugsaðu um Trollope.“ Dómarinn sagðist svo ætla að hlýða honum yfir.“

Sif segir að „fyrir síðasta tölublað Heimildarinnar tók ég saman lista yfir það sem mér fannst 100 bestu íslensku bækur sem gefnar hafa verið út á 21. öldinni. Viðbrögð ástríðufullra bókaunnendalétu ekki á sér standa. Bókauppástungum rigndi inn frá lesendum sem mæltu með uppáhaldsbókunum sínum, efni sem fyllt gæti annan 100 bóka lista. ​Skiptar skoðanir lestrarhesta um gæði og skemmtanagildi bóka olli því að mér varð hugsað til Ben John. Hvað varð um Ben og hvað fannst honum um bækurnar sem dómarinn lét hann lesa?“

Heldur áfram:

- Auglýsing -

„​Dómurinn yfir Ben John reyndist hafa vakið hörð viðbrögð. Samtök sem kalla sig „Hope not hate“ – Von í stað haturs – og hafa að markmiði að berjast gegn fasisma sögðu hann „andstyggilega vægan“ og „senda út þau skilaboð að dómstólar færu mjúkum höndum um hægri öfgamenn.“ Það voru þó ekki aðeins lögfróðir sem létu í ljós óánægju. Bókmenntaspekúlantar gagnrýndu val dómarans á lesefni. Hefði ekki verið nær að láta nýnasista lesa Dagbók Önnu Frank eða Thomas Mann? Aðrir andmæltu slíkum uppástungum og sögðu bók ekki þurfa að innihalda predikun svo að lesandi hlyti gagn af lestrinum. Helsti ávinningur lesturs væri æfingin sem lesandi fengi í að setja sig í spor annarra og skipti þá engu hvort lesefnið væri mörg þúsund blaðsíðna langloka eftir Proust eða nýjasti hasartryllir Stephen King.“

Hún færir í tal að „​Ben kom aftur fyrir dómarann nokkrum vikum eftir dómsuppkvaðninguna. Hann hafði meðferðis tvær bækur, Hroka og hleypidóma eftir Jane Austen og Þrettándakvöld eftir William Shakespeare. ​„Og fékkstu meiri ánægju út úr þessu lesefni en því sem var til umfjöllunar frammi fyrir kviðdómnum?“ spurði dómarinn. ​„Mér fannst Shakespeare skemmtilegri en Jane Austen en ég hafði þó gaman af ákveðnum þáttum Jane Austen,“ svaraði Ben. ​„Þetta vekur með mér von,“ svaraði dómarinn og lagði drög að næsta bókarabbi kumpánanna.“

Sif segir að „samtökin Von í stað haturs voru hins vegar ekki jafn vongóð. Samtökin kröfðust þess að ríkissaksóknari tæki dóminn til endurskoðunar. Málið fór fyrir áfrýjunardómstól sem komst að þeirri niðurstöðu að dómaranum hefði ekki verið heimilt að kveða upp svo mildan dóm yfir Ben.“

- Auglýsing -

Segir að endingu:

„Við munum líklega aldrei fá að vita hvað Ben fannst um næstu bækur á leslistanum. Í stað bóklestrar var Ben dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar.

Bækur björguðu Ben ekki frá fangelsisvist. Bækur eru þó margs megnugar. Lestur er talinn draga úr þunglyndi og kvíða, minnka líkamlegan sársauka, auka samkennd og hægja á hrörnun heilans. Síðast en ekki síst eru bækur vel til þess fallnar að bjarga fólki frá leiðindum í sumarfríinu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -