Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

„Það virðist allt benda til þess að kreppa sé í aðsigi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í stuttu máli, það sem er að gerast er að atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum eru háar. Og það virðist hafa komið á óvart hversu háar þessar atvinnuleysistölur eru og það virðist allt benda til þess að kreppa sé í aðsigi. Þá eru fyrstu viðbrögð fjárfesta almennt að selja hlutabréf,“ segir Már Wolfgang Mixa, sem er dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um verðhrun á hlutabréfum víða um veröldina í dag.

Hann segir að það hafi alls ekki hjálpað til að Warren Buffet seldi nýverið helming hlutabréfa sinna í tæknirisanum Apple.

Warren Buffet.

Segir Már það hafa komið sér nokkuð á óvart hversu mikið verðbréf á mörkuðum í Asíu lækkuðu í verði, en Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 12 prósent; en það er ein mesta lækkun frá árinu 1987 í prósentum talið, en vísitalan hefur sjaldan fallið um eins mörg stig og í morgun.

Kemur fram á RÚV að lækkunin minni í Evrópu sem og í Bandaríkjunum; þar sem vísitölur lækkuðu í kringum 2 prósent. Það skýrist af því hve mörg tæknifyrirtæki eru skráð þar –  en verð slíkra fyrirtækja hefur lækkað einna mest.

- Auglýsing -

Búast má við að verð íslenskra hlutabréfa lækki við opnun Kauphallar.

Segir áðurnefndur Már að viðbúið sé að lækkun verði á íslenskum hlutabréfum er kauphöllin opnar á morgun; erfitt sé að segja til um langtímaáhrifin:

„Íslenska hlutabréfavísitalan, hún samanstendur af færri vaxtarfyrirtækjum. Þetta eru stöndugri fyrirtæki sem mynda stærstan hluta af íslensku hlutabréfavísitölunni. Líklega mun einhver lækkun eiga sér stað á Íslandi.“

- Auglýsing -

Telur Már að hrun hlutabréfaverðs geti verið fyrirvari stýrivaxtalækkunar í Bandaríkjunum:

„Ef maður lítur á söguna þá er miklu meiri samfylgni milli vaxtastigs og gengi hlutabréfa heldur en atvinnuleysis þarna. Þannig að þessi lækkun núna, ég myndi ekki halda að hún hafi langvarandi áhrif en það ber samt að líta til þess að fjárfestar hafa lengi verið að gera ráð fyrir lækkandi vaxtastigi. Og það gæti nú bara gerst í framhaldi af þessum fréttum fyrr heldur en áður var áætlað.“

Már segir tímabært að peningastefnunefnd lækki vexti stýrivexti hér á landi:

„Ef að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ætlar að horfa fram á við í stað þess að líta í baksýnisspegilinn, þá mun nefndin fara að hefja vaxtalækkunarferli á næstu vikum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -