Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Gabbarar gætu farið í fangelsi fyrir falsboð: „Þetta er al­var­legt mál“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir mikla leit að erlendum ferðmönnum sem stóð frá mánudagskvöldi fram á þriðjudag við Kerlingarfjöll leikur grunur á að um falsboðun hafi verið að ræða en ennþá er verið að rannsaka málið. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að slíkt sé brot á hegningarlögum.

Ef þú gabb­ar neyðarlið, lög­reglu eða björg­un­ar­sveit­ir eða slíkt þá ertu að brjóta hegn­ing­ar­lög, 120. grein hegn­ing­ar­laga. Þar liggja við sekt­ir eða fang­els­is­refs­ing allt að þrem­ur mánuðum, þannig þetta er al­var­legt mál. Hver sú sem refs­ing­in er þá er þetta mjög al­var­legt, ef rétt reyn­ist, að gabba björg­un­arlið í svona mikl­ar aðgerðir, sagði Sveinn við mbl.is um málið.

Man aðeins eftir einu öðru tilviki

Sveinn segir einnig að slík göbb séu sjaldgæf en hann man aðeins eftir einu svipuðu tilviki og það hafi verið rúmum 20 árum síðan en þá hafi verið farið í leit að fólk á hálendinu. Þá telur að hann að líklegt sé að þetta sé falsboð.

„Miðað við það að það var leitað þarna í tæp­an sól­ar­hring og búið að loka öll­um þeim þráðum sem við höfðum í hönd­um og búið að vinna úr. Þetta er bara svo sem rann­sakað eins og annað saka­mál, því þá er þetta orðið saka­mál ef þarna er gabb í gangi. Við rann­sök­um bara eft­ir því í sam­ræmi við það og vinn­um það eins og önn­ur saka­mál,“ sagði Sveinn að lok­um.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -