Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Börn á Íslandi vinna of mikið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrir nokkrum mánuðum heimsótti ég vin minn sem býr í enskum bæ rétt hjá Stoke. Þar gisti ég hjá honum í fimm nætur og við heimsóttum á þeim tíma marga bari, verslanir og veitingastaði. Eitt sem vakti athygli mína meðan þessari heimsókn stóð yfir var aldur starfsmanna hvert sem við fórum, sérstaklega í matvörubúðunum. Meðalaldur starfsmanna í búðunum, sem hægt er að líkja Nettó eða Krónuna, var sennilega yfir fimmtugt. Skipti engu máli hvort viðkomandi var að vinna á kassa, við áfyllingu eða í kjötborði. Allt starfsfólkið var yfir fertugu. Ég man ekki til þess að hafa verið afgreiddur af manneskju í Bretlandi sem var undir 20 ára. Mögulega var ein stelpa sem vann á pítsastað sem við snæddum á 19 ára gömul en þar við situr. Kannski.

Kannski.

Þetta fékk mig til að hugsa um nýlegar ferðir mínar til Danmerkur og Hollands. Það var nákvæmlega sama í gangi þar. Ég ræddi þetta einnig við mágkonu mína, sem býr á Ítalíu, sem sagði það vera sjaldgæft að hún sæi fólk undir 18 ára vinna.

Sem er í raun algjör andstæða þess sem fólk á Íslandi er vant. Hérlendis væri sennilega ómögulegt að fá ís í ísbúð ef ekki væri fyrir börn. Það er í raun magnað hversu margir þættir atvinnulífsins á Íslandi standa og falla með því að börn séu tilbúin að vinna. Fyrir utan ísbúðir eru matvöruverslanir, bakarí, skyndibitastaðir og kvikmyndahús helstu sökudólgarnir í þessum efnum. Svo eru nánast allir aðstoðarþjálfarar í yngstu flokkum í íþróttum á aldrinum 14 til 18 ára. 

En þetta er auðvitað ekkert nýtt á Íslandi. Börn hafa unnið hin ýmsu störf frá landnámi. En er ekki skrýtið að, í landi þar sem sagt er að flestir hafi það gott, að 14 ára stelpa afgreiði mig um bjór á fimmtudagskvöldi í janúar á einum vinsælasta veitingastað landsins?

Vissulega er hægt að segja að vinna hjálpi börnum að öðlast ábyrgð og kenni þeim á lífið á máta sem skólinn er ekki endilega fær um að gera en það hlýtur að vera hægt að gera það eftir að grunnskólagöngu lýkur. Íslenskt samfélag hlýtur að geta viðurkennt að það sé furðulegt að grunnskólabarn sé að vinna langt fram á kvöld í stað þess að vera með fjölskyldu eða vinum eða sinna áhugamálum eða námi. Það má reyndar ekki gleyma því að sum börn vinna til þess að hjálpa fjölskyldu sinni til að lifa af en samkvæmt minni reynslu sem fyrrverandi félagsmiðstöðvastarfsmaður þá virðast börn vera festast fyrr og fyrr í klóm neysluhyggju og kapítalisma þar sem gerviþarfir ráða ríkjum og stýrir það aðallega ákvörðun þeirra að fara út á vinnumarkaðinn.

Mínar helstu minningar af vinum mínum sem unnu á grunn- og framhaldsskólagöngu sinni er sú að þeir hafi ekki haft tíma til þess að njóta lífsins en þeir áttu vissulega meiri pening en ég. Það er þó aðeins mín upplifun og ég er viss um að einhverjir af þessum vinum mínum myndu þræta fyrir þetta í dag. Sjálfur vann ég aðeins í örfá skipti utan sumarfrís og það kenndi mér fjárhagslega ábyrgð að því leyti að ég fór mjög sparlega með mína peninga. Það er eitthvað sem ég er mjög þakklátur fyrir í dag.

Ég vil samt að taka fram að ég er ekki að gera kröfu á að börn vinni ekki neitt þar til þau eru 18 ára en ef mögulegt er þá finnst mér að foreldrar ættu að stýra börnum sínum að vinna aðeins á sumrin, a.m.k. meðan þau eru á grunnskólaaldri.

Best væri þó ef þau gætu sleppt því alfarið og þess í stað sinnt áhugamálum og ræktað vellíðan sína eftir bestu getu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -