Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Ben Stiller lýsir yfir stuðningi við Kamala Harris: „Ég vildi óska að ég væri svartur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kvikmyndastjarnan og leikstjórinn Ben Stiller styður Kamala Harris í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Hann mætti á opinn Zoom fund þar sem þekktir grínistar sem styðja Harris í kosningabaráttunni komu saman til að ræða ástæður sínar á bak við stuðninginn. Meðal annarra sem tóku þátt er hægt nefna Ed Helms. Jon Hamm og Whoop Goldberg.

Stiller lýsti Harris sem góðum forseta vegna þess að hún stendur fyrir lýðræði ásamt því að búa yfir húmor og samkennd. Þá tilkynnti Stiller einnig að hann myndi gefa kosningasjóði hennar tæpa 21 milljón króna.

Þó vöktu ein ummæli Íslandsvinarins meiri athygli en önnur því að hann sagði að það yrði sögulegt ef Bandaríkin myndu kjósa svartan forseta af indverskum ættum. Í kjölfar þess sagði hann svo: „Ég er gyðingur af írskum ættum. Ég vildi óska að ég væri svartur. Allir karlkyns gyðingar óska þess að vera svartir.“

Telja margir að um misheppnað grín hafi verið að ræða en Stiller hefur ekki tjáð sig nánar um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -