Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Búðarþjófurinn gerði uppreisn eftir afhjúpun – Góðkunningi lögreglunnar sofnaði í miðju innbroti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Uppnám varð í fataverslun verslun í gær eftir að búðaþjófur var staðinn að verki. Starfsmenn stóðu manninn að verki við að stela fatnaði. Þjófurinn var ekkert á því að játa á sig verknaðinn og reyndi flótta. Starfsmenn fóru á eftir manninum, náðu honum og hringdu á lögreglu. Á leiðinni á vettvang bárust upplýsingar frá starfsmönnum um að gerandinn væri að reyna að veitast að starfsmönnum. Þjófurinn var handtekinn þegar lögreglan kom á vettvang og fluttur á lögreglustöð og kærður fyrir þjófnað og hótanir.  Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Afgreiðslufólkinu varð ekki meint af samskiptunum.

Húsráðanda brá í brún við heimkomu sína þar sem óvelkominn gestur hafði brotist inn og hreiðrað um sig.  Maðurinn lá sofandi í sófa þegar húseigandinn kom heim til sín. Þreytti innbrotsþjófurinn er góðkunningi lögreglunnar. Hann verður kærður fyrir húsbrot , þjófnað og vörslu fíkniefna.

Innbrot var framið á vinnusvæði í austurborginni. Málið er í rannsókn.

Þrír ökumann voru stöðvaðir í gær, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Mál þeirra fara sína leið í kerfinu.

Aðra nóttina í röð var ekkert að gerast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Á öllum póstum höfðu menn það náðugt, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Rólegheitin má hugsanlega rekja til þess að verslunarmannahelgin er að baki og nátthrafnar að safna kröftum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -