Á þriðjudaginn voru Hinsegin dagar settir en þeir hafa verið haldnir síðan 1999 í Reykjavík með fjölbreyttri dagskrá. Margir telja Gleðigönguna hápunkt daganna en hún verður gengin á laugardaginn. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni.
Mannlíf spyr því lesendur sína; Ætlar þú að taka þátt í Hinsegin dögum?
Könnun þessari lýkur klukkan 12:00 föstudaginn 9. ágúst.