Mikill eldur blossaði upp í einu herbergi í íbúð á Hallgerðargötu á Kirkjusandi í Laugardalnum fyrr í dag en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru ung börn ein heima.
Þrátt fyrir það slasaðist enginn en herbergið er sagt verið mikið skemmt og vinnur slökkviliðið nú að reykræstingu á vettvangi en búið er að slökkva eldinn. Ekki liggur fyrir um eldsupptök að svo stöddu.
Uppfært:
„Engin slys urðu á fólki og það er búið að slökkva og þeir eru bara í reykræstingu og svo frágangi. Gekk fljótt og vel,“ sagði Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgasvæðinu, um eldinn við mbl.is
„Við sendum allavegana tvo, þrjá sjúkrabíla og fjóra dælubíla. Við sendum bara það sem við eigum til af stað og svo drögum við bara úr.“