Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Lagt til að ríkið greiði 440 milljónir og Grindavíkurbær 30 milljónir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Viðgerðir á innviðum í Grindavík, sem og hækkun sjóvarna og frekari jarðkönnun í bænum eru hluti af aðgerðaáætlun er Grindavíkurnefndin svokallaða hefur sent Innviðaráðuneytinu.

Áætlaður kostnaður vegna þeirra er nærri hálfur milljarður.Grindavíkurnefndin telur að forsendur til þess að hægt verði að aflétta lokunum til Grindavíkur með öruggum hætti séu afar nauðsynlegar viðgerðir á innviðum; gatnakerfi sem og lögnum.

Eldgos í Grindavík

Til að koma í veg fyrir skemmdir á húsum bæjarins vegna flóða þarf að hækka sjóvarnir; þetta segir Grindavíkurnefndin vera nauðsynlegt til verja fiskvinnslur og önnur hús við höfnina; leggur nefndin það til að jarðkönnunarverkefninu verði lokið eins og bæjarstjórnin hefur lagt mikla áherslu á.

Vegagerðin strikaði víða yfir Grindavík.
Ljósmynd: Facebook

Eins og komið hefur fram á Mannlífi er áætlaður kostnaður við áætlunina um hálfur milljarður króna.

Telur nefndin þörf á að ríkið stígi inn í; sérstaklega vegna fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, og lagt er til að ríkið greiði um 440 milljónir og Grindavíkurbær um 30 milljónir.

- Auglýsing -
Goldvöllurinn í Grindavík. Ljósmynd/Lalli

Kemur fram að kostnaður vegna lokunarpósta sem starfræktir eru á Suðurstandarvegi, Nesvegi og Grindavíkurvegi hefur minnkað; nemur hann nú um 40 milljónum á mánuði – að því er kemur fram í áætluninni.

Kostnaður vegna vöktunar lögreglu og Veðurstofu gæti aukist með aukinni umferð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -