Miðvikudagur 22. janúar, 2025
1.3 C
Reykjavik

Hvergerðingar mæta hatursfólki af hörku: Bærinn málaður í þágu hinseginfólks

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hvergerðingar eru komnir í stórsókn gegn hatursfólki sem málaði slagorð yfir regnbogafána í bænum sem málaður hafði verið hinseginfólk til heiðurs. Í gærmorgun mætti íbúum í Hveragerði sú ömurlega sjón að níðyrði og tákn á borð við nasistafánann höfðu verið krotuð á fánann. Viðbrögðin urðu þau að íbúar sameinuðust um að mál enn stærri fána og gefa þannig skemmdarvörgunum ælangt nef.

Sigríður Hjálmarsdóttir markaðsfulltrúi bæjarins sagði við Morgunblaðið að aðförin að hinsegin fólki hafi þannig snúsist upp í andhverfu sína.

„Málstaður­inn fær bara meiri byr fyr­ir vikið,“ seg­ir Sig­ríður við Morgunblaðið.

Í gærkvöld  söfnuðust yfir 60 manns sam­an í bænum til að mála yfir skemmd­ar­verk­in. Meðal þeirra sem lögðu sitt lóð á vogarskálarnar var Pétur Markan bæjarstjóri.

„Hatrið út, kærleikanum allt! Það er og verður viðbragðið okkar í Hveragerði,“ sagði Pétur á Facebook.

Fáninn var lengdur og bæjarbúar settu sumir upp regnbogafána við heimili sín til að undirstrika stuðning við hinsegin fólk. Skemmdarverkin urðui þannig til þess að Hveragerði slær í dag öll met í skreytingu til stuðnings hinseginfólki.

- Auglýsing -
Ekki er vitað hver stendur að baki skemmdarverkin. Málið er hjá lög­reglu.

„Ég vona bara að hverj­ir sem gerðu þetta læri ein­hverja lex­íu af þessu og snúi sér að ein­hverju öðru. Þetta hef­ur alla­vega ekk­ert upp úr sér hjá þeim,“ seg­ir Sig­ríður við Moggann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -