Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Áhugaverð ummæli vikunnar: „Ég er ekki handtaska mannsins míns“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ýmis áhugaverð ummæli voru látin falla í þessari viku. Þetta eru nokkur þeirra.

 

„Eina raunhæfa leiðin sem ég sé til að draga úr þessari þörf er að breiða lúpínuna markvisst út á þessum svæðum.“

-Ein af lausnum Ragnars Önundarsonar gegn áhrifum hlýnunar jarðar.

„Nánast öllum finnst launin sín óþarflega lág, vinnan streð, of fáir klukkutímar í sólarhringnum, viðskiptavinirnir fábjánar, afborganirnar þungar og námið í ruglinu. Ef planið er að selja okkur hugmyndina um að starf í kynlífsiðnaðinum sé nákvæmlega eins og að vinna í kjörbúð þá þarf að vinna aðeins betur í handritinu …“

-Stefán Pálsson í kjölfar viðtals sem Frosti Logason tók við vændiskonu.

„Svört og ólögleg atvinnustarfssemi er enn allt of útbreidd og gerir samkeppnisstöðu fyrirtækja, sem eru með allt sitt uppi á borðum, algjörlega óþolandi.“

- Auglýsing -

-Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, um ólöglega starfsemi í ferðaþjónustu.

„Verðlaunin fyrir það að gera skynsamlega kjarasamninga eru lægri vextir og vonandi erum við að fara að sjá þau verðlaun koma fram.“

-Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á kynningarfundi vegna ákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabankans um að lækka stýrivexti í dag úr 3,5% niður í 3,25%.

- Auglýsing -

„Það er gott að eiga iðnaðarmenn að.“

-Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, um tilboð í kjaraviðræðum sem barst BÍ frá Samtökum atvinnulífsins á dögunum. Samningurinn var svo sambærilegur samningnum sem gerður var við iðnaðarmenn á dögunum að þar segir orðrétt: „Samningsaðilar skulu skipa starfshóp sem skipaður verði þremur fulltrúum stéttarfélaga iðnaðarmanna og þremur fulltrúum Samtaka atvinnulífsins.“

„Ég er ekki handtaska mannsins míns, sem má grípa í þegar hann hleypur út um dyrnar og stilla á upp hljóðlega við hlið hans við opinbera viðburði.“

-Eliza Reid, forsetafrú Íslands, um hlutverk sitt sem forsetafrú Íslands í grein í The New York Times í vikunni. Eliza er með BA-gráðu í alþjóðasamskiptum og meistarapróf í sagnfræði. Hún hefur meðal annars starfað við ritstjórn og blaðamennsku, hefur unnið mikið í þágu rithöfunda og er verndari ýmissa samtaka á Íslandi svo fátt eitt sé nefnt.

„Ég tel að í okk­ar fá­menna sam­fé­lagi ætt­um við að geta verið í fremstu röð í netör­ygg­is­mál­um. Þar erum við hins veg­ar ekki í dag.“

-Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, þegar hann setti ráðstefnu um netör­yggi í Hörpu.

„Kostirnir eru auðvitað þeir að ríkið tekur á sig í eitt skipti fyrir öll bótaskylduna.“

-Ragnar Aðalsteinsson lögmaður um frumvarp forsætisráðherra um bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -