Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Jörundur Áki segir átak KSÍ hafa vakið athygli: „Þarf örugglega að fara í svona verkefni reglulega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, segir að hegðunarátak sem KSÍ fór með í fyrra hafi vakið athygli en átakið snérist um að leikmenn, þjálfarar og áhorfendur komi betur fram við dómara. Slík mál hafa verið í lamasessi í íslenskri knattspyrnu undanfarin ár og hafa íslenskir knattspyrnudómarar fengið morðhótanir frá áhorfendum.

Átakið hófst í maí í fyrr en töldu margir það hafa fallið um sjálft sig eftir að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, missti stjórn á skapi sínu viðtali eftir leik á seinasta tímabili og lét mjög ósæmileg orð falla í garð íslenskra dómara. Arnar baðst ekki afsökunar á hegðun sinni og dæmdi KSÍ ekki þjálfarann í leikbann. Reynslumikill knattspyrnudómari sem Mannlíf ræddi við sagði að málið og viðbrögð KSÍ hafi svert ímynd knattspyrnu á Íslandi.

Twitterlið fer í taugarnar á Arnari

Í gær fékk svo Arnar Gunnlaugsson rautt spjald í leik Víkings við Vestra og vandaði hann dómurum Íslands ekki kveðjurnar í viðtölum eftir leikinn. „Menn eru bara blindir. Plís ekki fara að láta eitthvað Twitterlið fara að væla að við eigum að sýna fordæmi gagnvart dómurum í meistaraflokki karla. Það á að sýna fordæmi gagnvart dómurum í 6.-8. flokki og ekki rífa kjaft þar en þetta er elítu fótbolti. Þannig menn verða gjöra svo vel að standa sig og þola gagnrýni frá þjálfurum í efstu deild í stað þess að vera eins og litlir menn uppum hvippinn og hvappinn,“ sagði Arnar meðal annars eftir leikinn.

„Það er óhætt að segja að verkefnið hafi vakið athygli og alls konar viðbrögð frá ýmsum aðilum – knattspyrnuáhugafólki og -sérfræðingum, fjölmiðlum, dómurunum sjálfum og öðrum, t.d. foreldrum og varð til þess að málefni og starfsumhverfi knattspyrnudómara fékk umræðu og umfjöllun, sem er gott þegar um árveknisátak er að ræða. Það þarf örugglega að fara í svona verkefni reglulega, og það á ekkert bara við um fótboltann heldur aðrar greinar líka,“ sagði Jörundur Áki við fyrirspurn Mannlífs um þann árangur sem þessi herferð skilaði en samkvæmt heimasíðu KSÍ var ætlun þess að hvetja fólk til jákvæðrar hegðunar í garð dómara og þá var hliðarmarkmið að fjölga dómurum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -