Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Sjálfsvígbréfi fangans á Litla-Hrauni er enn leynt – Lögreglan svarar ekki umboðsmanni Alþingis

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Suðurlandi hefur ekki svarað umboðsmanni Alþingis vegna leyndar sem hvílir yfir rannsókn á sjálfsvígi fanga á Litla-Hrauni. Tómas Ingvason, faðir fangans, sendi kvörtun til umboðsmanns eftir að lögreglan neitaði að afhenda honum frumrit af sjálfsvígsbréfi sonar hans, Ingva Hrafns. Umboðsmaður sendi Lögreglustjóranum á Suðurlandi fyrirspurn þann 18 júlí og gaf embættinu frest til 12. ágúst til að svara. Enn hefur ekkert svar borist. Umboðsmaður hefur ítrekað kröfuna um svar frá lögreglunni.

Tómas Ingvason berst fyrir réttlæti.

Ingvi Hrafn lést þann 5. maí 2024 á Litla-Hrauni. Hann hafði beðið um hjálp vegna andlegra erfiðleika en honum var sagt að bíða fram yfir helgi. Enginn hlustaði á neyðarkall fangans.

Fangelsið á Litla-Hrauni.

Á sunnudeginum tók hann líf sitt og skyldi eftir kveðjubréf. Lögreglan hefur aðeins leyft Tómasi að sjá hluta af bréfinu. Þá er Tómas ósáttur við rannsókn á láti unga mannsins sem þykir taka langan tíma.

Mannlíf hefur fjallað ítarlega um mál fangans. Hann lýsti raunum sínum í podcast-viðtali við Mannlíf skömmu eftir lát unga mannsins. Viðtalið er að finna hér. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -