Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði tímabundið leystur frá störfum vegna tjáningar hans í opinberri umræðu en hann hefur verið gagnrýndur fyrir orð sín um innflytjendur, hælisleitendur og samkynhneigðum undanfarin áratug.
Helgi er langt frá því sáttur með þessa beiðni og ætlar að berjast gegn henni með kjafti og klóm og segist aðeins hafa verið að segja sannleikann. Málið er nú í höndum dómsmálaráðherra.
Í gær spurði Mannlíf hvort að leysa ætti Helga Magnús frá störfum en niðurstaðan er sú aðeins tæp 13% lesenda telja að hann eigi frá að hverfa.