Laugardagur 21. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Leyfi veitt fyrir 30 risavöxnum vindmyllum í Búrfellslundi: „Uppfyllti öll skilyrði laga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

30 vindmyllur verða reistar í Búrfellslundi á næstu árum en Orkustofnun veitti í dag Landsvirkjun fyrsta virkjanaleyfið fyrir vindorku á Íslandi.

„Þetta er verkefni sem hefur verið lengi í undirbúningi hjá Landsvirkjun,“ sagði Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og orkumálastjóri, í samtali við RÚV. „Þetta er verkefni sem er búið að fara í gegnum rammaáætlun, skipulagsmál í sveitarfélagi og núna síðast voru Landsvirkjun og Landsnet að ná saman sín á milli þannig að þetta leyfi uppfyllti öll skilyrði laga og hefur nú verið veitt.“

Stefnt er á að vindorkuverið verði komið í gang árið 2026 og telur Halla að það þurfi að móta langtímastefnu í vindorkumálum landsins en vindmyllurnar sem reistar verða í Búrfellslundi mega í mesta lagi vera 150 metra háar og telst hæð spaðanna inn í þá hæðartakmörkun. Sumir telja þó að vindmyllurnar muni vera sjónmengun.

Halla segir mikilvægt að horfa á jafnvægi milli náttúru og nýtingar. „Það mun reyna sífellt meira á það jafnvægi því eftirspurn eftir grænni orku, sem eru gríðarlega verðmætar auðlindir í dag, er að aukast mikið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -