Laugardagur 14. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

Dagur borgarstjóri safnaði sumarfríi í 10 ár – Fær næstum milljón krónur fyrir hvert ár

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Uppgjör Reykjavíkurborgar við Dag B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóra er nú talið kosta fast að 20 milljónum króna. Dagur hafpði stólaskipti við Einar Þorsteinsson og lauk þar með ferli sínum sem borgarstjóri og varð formaður borgarráðs.

Dagur fékk 9,6 millj­ón­ir króna í biðlaun. Þá greiðir borg­in Degi 9,7 millj­ón­ir króna í or­lof­s­upp­gjör vegna undanfarinna tíu ára.

Þetta kemur fram í svari borg­ar­rit­ara vegna fyr­ir­spurn­ar Hild­ar Björns­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins, um kostnað vegna or­lof­s­upp­gjörs við fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra. Samkvæmt svarinu átti Dag­ur sam­kvæmt ákvæðum kjara­samn­inga rétt á 240 stunda or­lofi á ári, þau tíu ár sem hann gegndi starfi borg­ar­stjóra. Samkvæmt svarinu hafði Dagur ekki tök á því að taka reglubundið orlof eins og launþegum er ætlað að gera. Orlofið hafi þannig verið flutt á milli orlofsára og safnast upp í áranna rás.

Borgarritari segir að þessi fram­kvæmd hafi verið viðhöfð eins gagn­vart öllu starfs­fólki Reykja­vík­ur­borg­ar sem ekki hafi tök á að taka sér or­lof og nýta þannig áunn­ar or­lofs­stund­ir. Vísað er til kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar sem gerður var í borgarstjóratíð Dags árið 2020. Nýtt ákvæði kom þá inn þar sem skerpt var á heim­ild­um til frest­un­ar og þá einnig fyrn­ingu or­lofs. Athygli vekur að ákvæðið kom inn fyrir fjórum árum en afturvirknio orlfsmálsins nær til 10 ára.

Hild­ur seg­ir við Morgunblaðið að í svari borg­ar­rit­ara komi fram að þetta sé í sam­ræmi við or­lof­s­upp­gjör æðstu emb­ætt­is­manna borg­ar­inn­ar og það kalli á sér­staka skoðun líka.

„Okk­ur finnst ekki eðli­legt að gera upp tíu ára upp­safnað or­lof við fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra miðað við þær fyrn­ing­ar­regl­ur sem gilda um or­lof­s­upp­gjör.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -