Laugardagur 21. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Stefán segir Íslendinga setja sig á háan hest: „Til marks um okkar eigin þroska“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson birti fyrr í dag nokkuð áhugaverðar vangaveltur á samfélagsmiðlinum Facebook um íslenskan húmor en kveikjan að hugleiðingum Stefáns er bókin Spegill íslenskrar fyndni sem hún Þórunn Valdimarsdóttir skrifaði.

Ótrúlega mikið af íslenskum gamanmálum í gömlum blöðum gengur út á skæting, þar sem ungir strákar, venjulegir bændur eða ótíndir skrítlingar svara kennurum, prestum eða pólitíinu fullum hálsi – segja þeim að „ét´ann sjálfir“. Ég hef aldrei hugsað sérstaklega út í það, en þessi tegund af húmor er líklega fyrst og fremst birtingarmynd af samfélagi sem er með mjög skýra goggunarröð, stétta- og mannamun,“ skrifaði sagnfræðingurinn síkáti.

Út frá hugleiðingum Stefáns um hófst svo mikið umræða um íslenska fyndni og varð svo til að Stefán skrifaði annan pistil um málið.

„Fyrri færsla um Íslenska fyndni og bók Þórunnar Valdimarsdóttur leiddist út í miklar umræður um hvort og hversu ófyndnir Íslendingar fyrri tíma hafi verið. Það er ekki einfalt mál og almennt séð fer tíminn ekki mjúkum höndum um fyndni og líklega mikil bjartsýni að reikna með því að gamanmál okkar tíma muni eldast neitt betur,“ skrifaði Stefán.

Danir fyndnari

En Stefán segir að áhugaverðara sé að komast því hvenær Íslendingar komust að þeirri niðurstöðu að þeir væru sjálfir fyndnir.

„Mín tilfinning er sú að landsmenn hafi ekki átt í neinum vandræðum með að viðurkenna alveg fram í lok sjöunda áratugarins amk að Danir væru fyndnari en þeir sjálfir og byggju yfir húmor sem væri öfundsverður og ekki á okkar færi. Fáeinum árum síðar erum við farin að setja okkur á háan hest gagnvart ýmsum öðrum þjóðum, sem við teljum sérstaklega ófyndnar – s.s. Norðmenn og Svía. Fljótlega komumst við svo að þeirri niðurstöðu að okkar kímnigáfa sé frábær og í raun sé það helst til marks um okkar eigin þroska ef aðrir ná ekki upp í hana,“ skrifar Stefán í lokin.

Gæti verið mynd af texti

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -