Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Óskar matreiðslumeistari hefur lifað lengur en læknar þorðu að vona: „Þakklátur fyrir það sem ég á“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Matreiðslumeistarinn Óskar Finnsson greindist með banvænt heilakrabbamein árið 2019 og sögðu læknar honum að hann ætti innan við tvö ár eftir. „Það eru komin fjögur ár,“ sagði Óskar í viðtali um málið á RÚV. „Þetta er búin að vera skrítin ganga. Mjög skrítin.“

Í kjölfar þess að hann fékk greininguna ákvað Óskar að breyta algjörlega um mataræði. „Þegar ég stóð með börnin þrjú grátandi í faðminum sagði ég: Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur,“ sagði hann. „Borða það sem ég þarf að borða en ekki það sem mig langar að borða. Það geta allir tekið töflur og kyngt með vatnsglasi. En að breyta eigi lífi, það er erfiðara. Það tók á en verðlaunin eru svo mikil.“

Sykurinn meira vandamál en nikótín

Í viðtalinu segir Óskar meðal annars frá því að hann hafi hætt að reykja og drekka þegar hann var yngri og það hafi verið erfitt en að hætta borða sykur hafi verið erfiðast. „Þegar skilaboðin eru skýr verður auðveldara að framkvæma þetta. Þetta er upp á líf og dauða fyrir mig,“ sagði Óskar.

Óskar segist vera þakklátur fyrir hvern dag. „Það eru þessir litlu hlutir sem eru æðislegir. Mér finnst sorglegt að maður hafi þurft að fá svona högg til að átta sig á því hvað það er sem skiptir mig máli í lífinu. Það eru bara fjölskyldan og vinir mínir. Það er það sem skiptir máli,“ sagði matreiðslumeistarinn. „Ég er ofboðslega þakklátur fyrir það sem ég á, það sem ég hef og það sem ég hef gert.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -