Í síðustu viku var greint frá því að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, hafi fengið greiddar tæpar 10 milljónir króna í orlofsgreiðslur en þær ná tíu ár aftur í tímann. Slíkt þykir frekar óvenjulegt og telja sumir að borgarstjórinn hafi fengið sérmeðferð í sínum málum. Aðrir telja að þarna sé verið að gera úlfalda úr mýflugu og það sé fullkomlega skiljanlegt að borgarstjóri geti ekki tekið sér langt sumarfrí og því sé rétt að leyfa honum að fá orlof greitt svo mörg ár aftur í tíminn.
SJÁ NÁNAR: Dagur svarar fyrir orlofsmálið – „Það var gert eins fyrir allt starfsfólk“
Því spurði Mannlíf lesendur: Er orlofsgreiðslumál Dags B. skandall?
Niðurstaðan er sú að 83% lesenda Mannlífs telja málið vera skandal.