- Auglýsing -
Viðskiptavinir KFC á Íslandi sem borða á staðnum fá ekki lengur plaströr í drykkina sína.
Skyndibitastaðurinn KFC á Íslandi ætlar að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn plastmengun með því að hætta að bjóða viðskiptavinum sínum sem borða á staðnum sogrör og lok á glös úr plasti.
Tilkynning um markmið KFC á Íslandi um að draga úr plastnotkun hangir uppi á vegg á stöðum KFC.
„KFC stefnir á að minnka einnota plast, við byrjum á því að fjarlægja plaströr og -lok á pappaglös úr salnum. Hjálpið okkur að minnka plastið með breyttum neysluvenjum,“ segir í tilkynningunni.