Laugardagur 21. september, 2024
8.2 C
Reykjavik

Að minnsta kosti tíu drepin í enn einni loftárás Ísraelshers á skóla – Tvö börn meðal látinna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Að minnsta kosti 10 eru látnir eftir sprengjuárás Ísraelshers á Mustafa Hafez-skólann á Gaza-borg, samkvæmt Al Jazeera.

Ísraelsher segist hafa gert árás á bardagamenn Hamas sem höfðust við í falinni „stjórnstöð“ inni í skólanum. Ísraelski herinn hefur ítrekað gert árásir á skóla þar sem Gazabúar á vergangi hafa leitað skjóls í og fullyrt oft án sannana að þeir séu tengdir Hamas. Ein af nýjustu slíkum árásum var gerð 10. ágúst en þá gerðu Ísraelar árás á al-Tabin-skólann í Daraj-hverfi Gaza-borgar og drap um 100 manns, þar á meðal börn og konur, að sögn vitna.

Mustafa Hafez-skólinn hefur verið staður sem býður fjölskyldum á flótta einhvers konar athvarf í vesturhluta Gaza-borgar. Það þjónaði sem síðasta úrræði enda eiga Gazabúar ekki í mörg hús að venda. Um 700 Palestínubúar á flótta hafa dvalið í skólanum undanfarið.

Ísraelsher sendi engar viðvaranir áður en árásin var gerð í morgun en að minnsta kosti 10 létust og fjölmargir slösuðust. Hinir slösuðu voru fluttir á Ahli-sjúkrahúsið til aðhlynningar.

Þá hafa vitni einnig greint frá fleiri loftárásum í Zeitoun-hverfinu, þar sem fjölmörg hús voru eyðilögð.

Mahmoud Basal, talsmaður almannavarna á Gaza, sagði AFP-fréttastofunni að verið sé að draga lík undan rústum annarrar hæðar skólans, þar sem sprengjan hæfði húsnæðið.

- Auglýsing -

Að sögn Basal voru að minnsta kosti tvö börn meðal hinna látnu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -