Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Sameining skoðuð í Árneshreppi á Ströndum: „Okkar næstu nágrannar eru Kaldrananeshreppur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hreppsnefnd Árneshrepps heldur íbúafund í dag þar sem sameining við önnur sveitarfélög verður til skoðunar. Alls eru skráðir 53 íbúar í Árneshreppi en rúmlega 20 manns eru með búsetu þar allt árið.

Þau sveitarfélög sem liggja að Árneshreppi eru Kaldrananeshreppur með höfuðstaðinn Drangsnes og Ísafjarðarbær. Skúli Gautason, staðgengill sveitarstjóra í Árnsehreppi, segir við RÚV að fundurinn í dag verði fyrsta skrefið.

„Að hlusta á íbúana, vita hver vilji þeirra er, hvort það er áhugi á að sameinast öðru sveitarfélagi og þá hvaða sveitarfélagi,“ segir hann um fundinn sem haldinn verður í félagsheimilinu í Árnesi við Trékyllisvík.

„Okkar næstu nágrannar eru Kaldrananeshreppur og það svona kannski liggur beinast við að sameinast Kaldrananeshreppi,“ heldur Skúli áfram.

Í Kaldrananeshreppi búa aðeins 160 manns sem er langt undir viðmiði um íbúafjölda.

Skúli nefnir þann möguleika að sameinast Strandabyggð, aðeins stærra sveitarfélag. Þá séu möguleikar að sameinast Súðavíkurhreppi eða Ísafjarðarbæ, sem er næsti nágranni Árneshrepps í norðri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -