Nokkrir dularfullir bílar hafa sést á ferð um Barðastrandasýslu og nágrenni undanfarið. Bílarnir eru með höfuðstöðvar við gistiheimilið í Bjarkarlundi þar sem þeir eru sveipaðir svörtum skikkjum að næturlagi. Alls voru fimm slíkir bílar á ferðinni um liðna helgi.
Samkvæmt staðfestum heimildum Mannnlífs er þarna um að ræða bifreiðir á vegum Apple sem eru að mynda íslenska vegakerfið. Eins og fram kom í Mannlífi er markmið Apple er að taka myndir af öllum helstu bæjarfélögum landsins til að koma þeim inn í Apple Maps. Apple er með gistiaðstöðu á leigu í Bjarkarlundi þar sem ökumenn myndavélabílanna halda til. Skikkjurnar svörtu eru settar upp í náttstað til að verja myndavélar bifreiðanna.
Bjarkarlundur er reyndar þekktur fyrir furðulega bíla. Þar stóð um árabil Blár Suzukiöjeppi sem kom við sögu í Vaktaseríunum sem bifreið Ólafs nokkurs Ragnars. Súkkan er nú á Reykhólum þar sem hún er að ryðga niður.