Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Bílar í svörtum skikkjum við Bjarkarlund

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nokkrir dularfullir bílar hafa sést á ferð um Barðastrandasýslu og nágrenni undanfarið. Bílarnir eru með höfuðstöðvar við gistiheimilið í Bjarkarlundi þar sem þeir eru sveipaðir svörtum skikkjum að næturlagi. Alls voru fimm slíkir bílar á ferðinni um liðna helgi.

Samkvæmt staðfestum heimildum Mannnlífs er þarna um að ræða bifreiðir á vegum Apple sem eru að mynda íslenska vegakerfið. Eins og fram kom í Mannlífi er markmið Apple er að taka myndir af öllum helstu bæjarfélögum landsins til að koma þeim inn í Apple Maps. Apple er með gistiaðstöðu á leigu í Bjarkarlundi þar sem ökumenn myndavélabílanna halda til. Skikkjurnar svörtu eru settar upp í náttstað til að verja myndavélar bifreiðanna.

Bjarkarlundur er reyndar þekktur fyrir furðulega bíla. Þar stóð um árabil Blár Suzukiöjeppi sem kom við sögu í Vaktaseríunum sem bifreið Ólafs nokkurs Ragnars. Súkkan er nú á Reykhólum þar sem hún er að ryðga niður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -