Skjálftavirkni hefur snarminnkað eftir að gos hófst við Sýlingafell. Mjög hefur dregið úr skjálftavirkni eftir að ný sprunga opnaðist í nótt við norðurenda gossprungunnar sem opnaðist við Sýlingarfell í gærkvöldi. Hraun úr nýju sprungunni rennur í átt að Litla-Skógfelli. Grindavík er ekki í hættu þar sem hraunið rennur ekki að bænum.
Hagt er eftir Sigríði Kristjánsdóttur náttúruvársérfræðingi á Veðurstofu Íslands að aflögun haldi áfram norðan við nýju sprunguna. Það gæti bent til að kvika væri enn að finna sér leið í jarðskorpunni.
Gosið var tilkomumikið í gærkvöld og mikið sjónarspil fyrir flugfarþega sem áttu leið um við upphaf þess en smám saman hefur dregið úr kraftinum og virðist gosið aðeins vera í meðlalagi og ekki ógna innnviðum á þessu stigi.