Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Andri Snær gagnrýnir verkfræðinga og hönnuðu Íslands: „Skortir alla næmni og mennsku“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Andri Snær Magnason rithöfundur gagnrýnir íslenska verkfræði og hönnun í nýrr færslu á Facebook.

Rithöfundurinn og ljóðskáldið Andri Snær Magnason segir íslenska hönnun og verkfræði skorta næmni og mennsku. Í nýrri færslu á Facebook viðrar Andri Snær þá skoðun sína að Reykjanesbrautin ofan í Kópavogsdalinn, framhjá Smáralind, sé „ljótasti staður á Íslandi“ og að Skeifan sé „paradís miðað við hana“.

Færslan hefst með eftirfarandi hætti:

„Ljótasti staður á Íslandi er Reykjanesbrautin ofan í Kópavogsdalinn framhjá Smáralind, Skeifan er paradís miðað við hana. Hér væri mjög þakklátt ef einhver færi í skógræktarátak til að gera þetta umhverfi einhvernveginn bærilegt. Það er eitthvað í íslenskri hönnun/ verkfræði sem skortir alla næmni og mennsku. Ég veit ekki hvaðan þetta kemur og hvar rótin er. Allt ágætt fólk en getur einhvernveginn ekki raðað hlutum saman á fallegan hátt.“

Í seinni hluta færslunnar segist Andri Snær vera með lausnina við leiðindunum.

„Nýjar byggingar gleðja ekki, verslunarhús eru skemmur og núna taka hús líka burt himinninn. Það er leiðinlegt að vera ekki sáttur við samtímann. Tré í borginni eru eina lausnin. Bara tré meðfram öllum götum og umferðareyjum. Á Reykjanesbraut er örlítill kafli bærilegur í mislægu gatnamótunum við Stekkjarbaka, eilítið áhugaverð form og runni sem hylur vegriðin en eins og hugmyndin hafi ekki verið kláruð. Þarna þarf að planta eins mörgum trjám og hægt er. Plássið er nægt. Bara planta planta.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -