Landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson er undir smásjá stórliðsins Manchester City en frá þessu greinar erlendir fjölmiðlar í dag. Orri Steinn er leikmaður FC København í dag en hann hefur verið spila gríðarlega vel með liðinu undanfarið: Orri þykir eitt mesta efni Norðurlandanna en hann er aðeins 19 ára gamall. Fleiri lið hafa áhuga á Orra og hafa lið í spænsku, portúgölsku og þýsku úrvalsdeildunum öll áhuga á að kaupa Íslendinginn knáa. Talið er að það lið sem vill fá þjónustu Orra muni þurfa borga FC København að minnsta kosti 20 milljónir evra. Orri hefur leikið átta landsleiki fyrir hönd Íslands og skorað tvö mörk í þeim leikjum en hann hefur skorað sjö mörk í 11 leikjum með danska liðinu á yfirstandandi tímabili.