Sunnudagur 12. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Sveinn Andri í klandri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson er einn sá umdeildasti í sínu fagi. Hann hefur á langri leið marga fjöruna sopið en gjarnan sloppið með skrekkinn. Nú er komið upp mál sem gæti reynst kappanum skeinuhætt. Sveinn var ráðinn sem skiptastjóri við gjaldþrot EK 1923 sem var í eigu athafnamannsins Skúla Gunnars Sigfússonar. Alls var kostnaður við skiptin 200 milljónir króna. Þar af tók skiptastjórinn Sveinn  til sín 170 milljónir.

Mogginn upplýsir að dóm­kvadd­ur matsmaður telji að Sveinn hafi skrifað á sig of marg­ar vinnu­stund­ir og innheimt of hátt tímagjald Sveinn Andri hefði með réttu átt að fá 74-87 milljónir fyrir vinnu sína. Hann hafi því oftekið hátt í 100 milljónir króna. Vinnustundir sem Sveinn Andri gaf upp voru 3450 en hefðu með réttu átt að vera helmingi færri.

Lögmaður Skúla Gunnars hefur sent öðrum kröfuhöfum boð um að taka þátt í hópmálsókn á hendur skipstastjóranum. Sveinn Andri er að líkindum í meira klandri en nokkru sinni fyrr …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -