Miðvikudagur 22. janúar, 2025
1.3 C
Reykjavik

75 ára gamall maður réðst með hnífi á gest á veitingastað út af víni – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gestir á veitingastaðnum Red Horse í New Jersay í Bandaríkjunum urðu vitni að árás á gest.

Í myndbandi sem vefsíðan TMZ hefur birt sést rifrildi eiga sér stað á veitingastaðnum en forsaga málsins er sú að gestur á einu borði hellti óvart víni yfir gest á öðru borði. Í myndbandinu sést maður í hvítri skyrtu drullu yfir fólkið á hinu borðinu fyrir að hafa hellt niður víninu. Fólkið reynir að útskýra fyrir manninum að um slys hafi verið að ræða en hann lætur sér ekki segjast og heldur áfram að setja út á hegðun fólksins.

Eftir að hafa hlustað í nokkra stund dregur maður að nafni David Gulley upp steikarhníf og reynir að stinga manninn í hvítu skyrtunni en honum er snögglega hent í jörðina. Eðlilega vakti þessi árás sterk viðbrögð gesta og má heyra nokkra þeirra öskra í myndbandinu. Hann var síðan afvopnaður og handtekinn af lögreglu. Maðurinn í hvítu skyrtunni hlaut skurð á fingri en neitaði allra læknisaðstoð.

Hinn 75 ára gamli David Gulley hefur hins vegar verið ákærður fyrir líkamsárás og vopnaburð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -