Sjálfstæðisflokkurinn er í sögulegri lægð og mælist með lægsta fylgi í sitt í sögunni. Flokkurinn mælist í nýrri könnun Maskínu með einungis 13,9 prósent og er þar með þriðji stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn mælist vera með 15,3 prósent og Samfylkingin er með 26,5 prósenta fylgi.
Miðflokkurinn hefurt braggast mikið frá kosningunum 2021 þegar hann fékk aðeins 5,4 prósent atkvæða og þrjá þingmenn. Einn þingmaðurinn, Birgir Þórarinsson, gerðist liðhlaupi og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og eftir voru tveir. Nú stefnir í að flokkurinn fái 10 þingmenn. Þetta yrði mikill sigur fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, og að sama skapi er enn og aftur undirstrikað að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur misst tökin.
Vinstri grænir eru enn á mörkum þess að missa alla sína þingmenn. Flokkurinn mælist vera með 4,6 prósenta fylgi. Helsti samkeppnisaðili þeirra, Sósíalistaflokkurinn er aftir á móti inni á þingi með rúmlega 5 prósenta fylgi. Ekki er marktækur munur á flokkunum tveimur. Aðrir flokkar eru á svipuðu róli og verið hefur undnfarið.
Könnunin sem var gerð dagana 7. til 27. ágúst. Það var Stöð 2 sem fyrst sagði frá könnuninni.