Föstudagur 20. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

Anna og ameríski bangsinn: „Ég skilaði honum svo á hótelið sitt áður en ævintýri kvöldsins byrjaði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Í dagbókarfærslu gærdagsins, rifjar Anna Kristjánsdóttir upp þegar hún var beðin um að kynna stöðu orkumála á Íslandi fyrir bandarískan gest Reykjavík Bear Festival árið 2006.

„Þessa dagana er haldin í Reykjavík bjarnahátíð, þó ekki kennd við Bjarna Ben, heldur byrjaði þetta með því að sumir samkynhneigðir karlmenn sem ekki voru á kafi í líkamsrækt til að ganga í augun á öðrum strákum fóru að hópast saman, margir þéttvaxnir, loðnir og ekki alveg dæmigerðir fyrir það sem margir telja staðalímynd fyrir homma.“ Þannig hefst dagbókarfærsla Önnu Kristjánsdóttur, vélstjóra og húmorista en færslurnar hefur hún birt á Facebook frá því að hún flutti til Tenerife fyrir nokkrum árum. Og Anna hélt áfram:

„Annað árið sem þeir komu saman í Reykjavík, þ.e. 2006, hafði Frosti fyrrum (eða síðar) formaður Samtakanna 78 samband við mig og bað mig fyrir einn af þessum myndarlegu mönnum. Sá hét David Quick, hafði starfað lengi fyrir bandarísk stjórnvöld í orkumálum meðal frumbyggja og hann vildi fá að kynna sér stöðu orkumála á Íslandi.“

Anna segir síðan frá því hvað hún sýndi bangsanum, borholdu RG-5 við Hátún 10 í Reykjavík, í gömlu Elliðaárstöðina og fleira. „Ég skilaði honum svo á hótelið sitt áður en ævintýri kvöldsins byrjaði og hann var yfir sig þakklátur fyrir dagslanga kynninguna á verkefnum Orkuveitu Reykjavíkur.“

David Quick.
Ljósmynd: Facebook

Þegar Anna byrjaði á Facebook, meðal fyrstu Íslendinga, árið 2007, var bandaríski bangsinn fljótur að senda henni vinabeiðni.

„Þegar ég byrjaði á Facebook haustið 2007 var hann einn þeirra fyrstu til að sækjast eftir vináttu við mig, og spjölluðum við stundum saman um sameiginlegt áhugamál okkar, þ.e. orkumál. Nokkrum árum síðar hætti ég að heyra í honum og ekki kom hann aftur til Íslands. Síðar frétti ég að hann væri látinn, en eitt er á hreinu, að ef allir birnir eru jafnþægilegir og skemmtilegir og David Quick, þá þykir mér miður að fá ekki að taka þátt í Reykjavík Bear Festival, en eins og gefur að skilja er þetta karlaklúbbur og ekkert endilega hommaklúbbur, eða eins og sagt er, cis karlar eru líka velkomnir.

En umfram allt, þið sem hafið staðið að þessari hátíð, njótið hátíðarinnar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -