Föstudagur 27. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Listmálarinn Torfi Jónsson er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Listmálarinn og kennarinn Torfi Jónsson, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 26. ágúst síðastliðinn. Hann var 89 ára.

Það var á Eyrarbakka 2. apríl árið 1935 sem Torfi fæddist en foreldar hans voru Hanna Al­vilda Ingi­leif Helga­son, fædd 1910, dáin 1999, og Jón S. Helga­son stór­kaupmaður, fæddur 1903, dáinn 1976. Systkini Torfa eru Helgi V., dáinn 2021, Hall­grím­ur G. og Sig­ur­veig.

Árið 1954 útskrifaðist Torfi úr Verzlunarskóla Íslands en hann sótti einnig í kjölfarið ýmis námskeið í Handíðaskólanum en Torfi hafði málað myndir og teiknað frá barnæsku, auk þess að starf við rekstur foreldra sinna. Þá stundaði hann nám við Listaháskólann í Hamborg 1958-61 í grafískri hönnun en þar kynntist hann og tileinkaði sér skrautskrift, leturfræði og bókagerð. Þegar Torfi kom aftur heim stofnaði hann hönnunarstofu í Reykjavík sem hann rak til ársins 1977.

Í fjölmörg ár kenndi Torfi hönnun við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og var þar skólastjóri  frá 1982 til 1986. Seinna kenndi hann við Iðnskólann þar til hann fór á eftirlaun. Að auki starfaði Torfi sem bókahönnuður.

Fram kemur í andlátsfrétt Mbl.is haslaði Torfi snemma á ferlinum sér völl á erlendis með þátttöku í fjölda samsýninga og vann hann til verðlauna fyrir verk sín. Þá var hann eftirsóttur skrautskriftarkennari, bæði á Íslandi og í Þýskalandi þar sem hann kenndi námskeið í ein 13 ár. Torfi málaði fjölmargar stórar vatnslitamyndir úti í náttúrunni víða um land en fyrstu einkasýninguna hélt hann á Loftinu á Skólavörðustíg árið 1965. Eftir það hélt hann margar annarra sýninga, þá síðustu á Hrafnistu í Hafnarfirði árið 2018.

Torfi læt­ur eft­ir sig fimm börn, 13, barna­börn og 14 barna­barna­börn. Son­ur hans og Stein­unn­ar Jóns­dótt­ur er Hörður Ingi, húsa­smíðameist­ari, fæddur 1956. Með fyrri eig­in­konu, Elsu Heike Jóakims­dótt­ur Hart­mann, eignaðist hann Svandísi, há­greiðslu­meist­ara, fædd 1960, Krist­ínu, kenn­ara, list­mál­ara og út­still­inga­hönnuð, fædd 1961, og Jó­hann Ludwig, lista­mann, fæddur 1965. Með seinni eig­in­konu sinni, Jón­ínu Helgu Gísla­dótt­ur pí­anó­leik­ara, dáin 2009, eignaðist hann Guðrúnu Ingu, lög­fræðing, fædd 1982.

- Auglýsing -

Útför Torfa fer fram frá Foss­vogs­kirkju 10. sept­em­ber klukk­an 13.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -