Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Vasilii segist hafa verið sendur fárveikur heim af HSS: „Ég var með öll einkenni heilablóðfalls“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vasilii Sopilnyak, 64 ára gamall Úkraínumaður sem býr hér á landi segir mistök íslenskra lækna hefðu getað kostað hann lífið.

Í upphafi stríðsins í Úkraínu, bauð Vasilii sig fram í þjóðvarnarliðið, en hann þurfti að fæða fjölskyldu sína og neyddist til að fara til útlanda en hann á konu og börn. Um leið og Vasilii fékk dvalarleyfi hér á landi hóf hann að vinna. Hann hefur unnið á byggingarsvæðum, smíðað vegi, þvegið bíla, unnið í fiskvinnslu og svo framvegis. En svo veiktist hann.

„Þann 23. apríl fór ég á heilsugæslustöð í Keflavík og kvartaði undan vanlíðan og sagði þeim að ég hefði glímt við slagæðavandamál í mörg ár. Mér var sagt að mér yrði vísað til hjartalæknis, en engin tilvísun barst. Í júní flutti ég til Neskaupstaðar, kom illa farinn á spítalann og sagði þeim frá einkennum mínum aftur,“ segir Vasilii í samtali við Mannlíf. Og hann heldur áfram:

„Mér var lofað að ég fengi tíma hjá hjartalækni og sagt að læknirinn myndi hitta mig í september eða október. Þann 23. desember lauk samningi mínum hjá Síldarvinnslunni. Ég fór þá til Úkraínu og í lok janúar fékk ég heilablóðfall.“

Endurkoman til Íslands

Eftir að hafa legið á spítala í mánuð kom Vasilli aftur til Íslands.

- Auglýsing -

„Ég var á sjúkrahúsi í mánuð. Þann 24. mars kom ég aftur til Íslands og kom með allar sjúkrahússkýrslurnar með mér. Ég bað lækninn um að gera segulómskoðun til að staðfesta veikindi mín. Í apríl og maí fór ég ítrekað á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og kvartaði undan endurteknum köfnunarköstum og útskýrði fyrir læknum að ég væri með hjartaöng. Læknirinn sagði mér að það væri bara stress við að flytja til annars lands. Köstin hættu ekki og ég þurfti að fara á sjúkrahús nokkrum sinnum. Sem betur fer hlustaði Stefán læknir á kvartanir mínar og vísaði mér í segulómun. Niðurstaðan var sú að kransæðin væri 90 prósent stífluð. Ég fékk ekki tíma hjá Stefáni fyrr en þremur vikum síðar, sem vísaði mér á Landspítalann.“

Þegar á Landspítalann var komið var Vasilii fljótlega sendur í bráðauppskurð, hann var að deyja.

„Þegar ég kom á spítalann var ég lagður upp í rúm, settur var skynjara á mig og ég var skoðuður í klukkutíma. Svo kom hjúkrunarfræðingur og sagði mér að ég yrði fluttur með sjúkrabíl á hjartastöð og að bráðaaðgerð yrði framkvæmd því ég væri með banvænan sjúkdóm, ég gæti dáið.“

- Auglýsing -

Veikari en hann hefði þurft að vera

Vasilii er nú afar veikur og hefur verið í veikindaleyfi síðustu átta mánuði.

„Ég hef farið til lækna síðastliðið eitt ár vegna mjög slæmrar heilsu. Vegna þess að ég var ekki rétt greindur í tæka tíð er ég búinn að vera í veikindaleyfi í 8 mánuði, fékk heilablóðfall og var mjög nálægt því að fá hjartaáfall. Og á endanum hefði ég bara getað dáið.“

Aðspurður segist Vasilii ekki endilega telja að mistök læknanna hafi tengst því að hann sé útlendingur en finnst skrítið að læknirinn á HSS hafi sagt honum að það væri allt í lagi með hann, hann væri bara stressaður vegna flutninga í annað land og að hann vildi bara ekki vinna. „Ég var með öll einkenni heilablóðfalls en hann gaf mér bara vottorð fyrir þriggja daga veikindaleyfi, það var allt.“ Vasilii líður orðið aðeins betur en fær þó enn köst. Hann er enn óvinnufær og getur ekki borgað lögmönnum sínum. Algjör þögn ríkir hjá trygginafélagi hans að sögn Vasilii. „Ef þeir hefðu að minnsta kosti greint hann í tæka tíð eða í það minnsta sent hann í MRI skanna, í stað þess að tala um sálfræðilegan kvilla, þá hefði hann getað forðast þessar afleiðingar,“ segir vinkona Vasilii sem Mannlíf ræddi við.

Vill ekki að aðrir lendi í því sama

Vasilii segist ekki reiður og að hann vilji ekki kvarta en kemst þó við þegar hann hugsar út í óréttlætið og skort á skilningi á því hvers vegna þetta getur gerst.

„Ég hef þegar verið á barmi dauðans. Núna er ég rólegur yfir þessu, en þegar ég hugsa um annað fólk sem gæti dáið vegna rangrar greiningar þá finnst mér ég verða að vara það við.“

Hann endurtekur oft eins konar retoríska spurningu „Hvernig var hægt að sjá öll einkenni heilablóðfalls hjá manni og leyfa honum bara að fara heim? Og þegar ég var aftur kominn í lífshættu og liggjandi á sjúkrahússsófanum í Reykjavík, ákváðu læknarnir loksins að leggja mig inn á sjúkrahús, sögðu að allt annað væri nú banvænt fyrir mig. Í alvöru? Ekki fyrr en núna?“ Bætir hann við: „Ég tek hattinn ofan fyrir þessu teymi hjartalækna … en ef samstarfsmenn þeirra hefðu einfaldlega ávísað mér í viðeigandi meðferð eða sent mig í prufur fyrr, hefði verið hægt að forðast þetta allt.“

Að lokum segist Vasilii vilja koma í veg fyrir að aðrir lendi í því sama.

„Ég er bara að segja að ef ekki verður gripið til aðgerða mun fólk á Íslandi halda áfram að þjást vegna vanhæfni lækna. Ertu viss um að í dag sértu ekki að lama eitthvað heldur lækna það?“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -