- Auglýsing -
Myndlistarkonan Karen Kjerúlf opnaði níundu einkasýningu sína í Energia Smáralind föstudaginn 13. september.
Meginþema sýningarinnar núna er litadýrð, landslag og abstrakt.
„Ég hef alltaf haft ástríðu fyrir að skapa og skreyta,“ segir Karen, sem í marga áratugi hefur þróað myndlist sína. Eftir að hún kynntist olíunni var ekki aftur snúið.
Karen velur að vera með sanngjarna verðlagningu, því hún vill að sem flestir eigi kost á að eignast listaverk hennar. „Ég vil frekar mála mikið og gleðja sem flesta, enda stoppa flest verka minna ekki lengi hjá mér.“
Góðir gestir kíktu við á opnunarkvöldinu.