Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Sumarveður á Austurlandi – Hitinn mældist mestur 24,8 gráður í morgun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Morguninn er einstaklega hlýr á Austurlandi en hitinn er víða kominn yfir 20 gráðurnar.

Austurfrétt segir frá því að klukkan átta í morgun hafi hæsti hiti landsins mælst á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði, 24,8 gráður. Seyðfirðingar nutu 22,9 gráðra á sama tíma og á Borgarfirði eystra og í Vatnsskarði mældist hitinn 20 gráður.

Þá var hitinn kominn nærri 20 gráðum á stöðum eins og Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, Neskaupsstað og Hallormsstað, samkvæmt kortum Veðurstofu Íslands.

Fram kemur í umfjöllun Austurfréttar að ástæðan fyrir hausthlýindunum sé hvöss sunna eða suðvestanátt sem fari mildari höndum um Austfirðinga en aðra landsmenn, eins og það er orðað hjá Austurfrétt og bætt er við að þó gusti um Austfirðinga eins og aðra landsmenn um þessar mundir.

Áfram eru líkur á hlýindum á Austurlandi en hlýr loftmass er yfir svæðinu. Gæti hitinn þannig farið í um 20 gráður á föstudag og laugardag og sunnudagurinn lítur einnig víða vel út. Eftir helgi kemur svo haustið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -