„20.000 fyrir 3,5 sólarhring á ISAVIA bílastæði í Rvk. Þvílíka okrið. Ég kom svo að sækja pabba þangað fyrir nokkrum dögum, beið þarna minna en 30 mínútur og svo rukkuðu þeir mig 1900 kr. þó ég færi aldrei úr bílnum og sá engin skilti þarna. (svo voru þessir sömu aðilar með vitlausan komutíma inni á vefsíðunni sinni, svo ég kom þarna 25 mínútum of snemma og beið eins of fífl, en ekki get ég rukkað þá fyrir tapaðan tíma þó þeir birti rangar upplýsingar, heldur rukka þeir mig fyrir að blekkja mig á svæðið of snemma!).“ Þannig hefst færsla Hugins Þórs Grétarssonar barnabókahöfundar sem hann birti á Facebook í gær en eins og sjá má er hann afar ósáttur við ISAVIA. Færslan hefur vakið verðskuldaða athygli enda margir sem tengja við orð rithöfundarins.
Og Huginn hefur ekki sagt sitt síðasta:
„Til að kóróna þetta, þá vissum við vitaskuld ekki af því að verið væri að rukka orðið fyrir stæði á Akureyri, og höfðum lagt þar áður án þess að vera rukkaðir. Fékk svo 68.000 króna reikning frá þessum græðgissjúku Isavíamönnum. (Bíllinn að vísu var þarna lengi í sumar vegna breytinga á ferðum, en við alveg grunlausir að væru komin gjöld þarna og létum hann því standa þar til við kæmumst næst norður).“
Spyr hann af hverju bílastæðin séu ekki lokuð af í stað þess að fólk sé blekkt.
„Hvað með að krefjast þess að menn loki af bílastæði ef þeir ætla að rukka fyrir þau, í stað þess að blekkja fólk inn á stæði sem hafa verið frí alla tíð og rukka svo himinháar upphæðir. Það er enginn að lesa einhver lítil skilti sem þeir lauma þarna fyrirvaralaust.“
Huginn segir að samfélagið á Íslandi sé orðið „svo gegndarlaust gráðugt“ og að stoppa þurfi þessa þróun:
Þetta þarf að stoppa. Einfalda allt kerfi. Ekki endalaust plokk við hverja hreyfingu á þessu landi. Maður má ekki lengur skoða náttúruperlur landsins eða pissa í klósett án þess að borga. Maður má ekki sækja fólk upp á flugvöll eða landsbyggðarfólk bregða sér í bæinn án þess að vera okrað á því.“
Í lokaorðum Hugins kemur hann með ráð til ISAVIA: