Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Varðskipið Þór á leið á Hornstrandir eftir neyðarkall – Göngumaður slasaðist illa fyrir austan

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neyðarkall barst frá Hornströndum fyrir stuttu og er nú varðskipið Þór á leið á staðinn. Þá fór þyrlusveit Landhelgisgæslunnar austur á land að sækja göngumann sem slasast hafði illa en aðstæður voru erfiðar sökum veðurs og þoku.

„Það kom inn óljós neyðarbeiðni frá Hornströndum og varðskipið Þór var í Breiðafirði í hefðbundinni eftirlitsferð og í samvinnu við lögreglu var ákveðið að senda skipið þangað til að kanna málið frekar,“ segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við Mannlíf. Að hans sögn barst neyðarboðið úr neyðarskýli í landi.

Bálhvasst er á svæðinu en á Ísafirði hafa bátar losnað frá smábátahöfninni en mannlaus bátur sökk við eynna Vigur í Ísafjarðadjúpi. „Já, það passar, það barst tilkynning um að lítill, mannlaus bátur væri að sökkva við Vigur,“ svaraði Ásgeir aðspurður um ábendingu sem barst Mannlífi.

Þyrla frá Gæslunni var send í dag austur á land vegna göngumanns sem slasast hafði illa á Kastárfjalli á Stokksnesi austan Hafnar í Hornafirði. „Þar hafa líka verið krefjandi aðstæður,“ sagði Ásgeir í samtali við Mannlíf og hélt áfram: „Það er búið að vera mikil ókyrrð og mikil þoka og almennt slæmar aðstæður fyrir þyrlu.“ Að sögn hans hefur björgunarsveitarfólk unnið í allan dag að málinu en unnið er að því að koma manninum landleiðis á sjúkrahús til aðhlynningar. En var maðurinn illa slasaður? „Já, samkvæmt okkar upplýsingum“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -