Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir blæs hárið með fokdýrum hárblásara.
Smartland á mbl.is uppljóstraði fegrunarleyndarmál háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherrans Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur með því að benda á færslu frá henni á Instagram þar sem hún sést blása á sér hárið með rándýrum hárblásara.
Um er að ræða hinn fræga Dyson-hárblásara sem hefur víst slegið í gegn um víða veröld, ef ekki utan sólkerfisins líka. Hafa mestu aðdáendur hans gengið svo langt að tala um byltingu vegna þess að blásarinn þurrkar ekki aðeins hárið, heldur stíliserar það á sama tíma. Ýmsir aukahlutir fylgja blásaranum og þá má stilla hraðann og hitann, eins og í flestum öðrum blásurum. En það er ekki hver sem er sem hefur efni á þessari byltingu en Elko selur hann á 109.995 krónur stykkið.
Hér má sjá Áslaugu Örnu gera hárið voða fínt með hárblásaranum byltingakennda: