Í yfirlýsingu sagði fjölskylda Eygi að í ljósi aðstæðna væri ísraelsk rannsókn „ekki fullnægjandi“ og hvatti Bandaríkin til að framkvæma óháða rannsókn og „tryggja fulla ábyrgð fyrir hina seku aðila“.
Stéphane Dujarric, talsmaður framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sagði: „Við myndum vilja sjá ítarlega rannsókn á aðstæðum og að fólk verði látið sæta ábyrgð.“ Bætti hann við að almennir borgarar „verði að vernda öllum stundum“.
Á myndefni frá vettvangi skömmu eftir skotárásina má sjá hvernig sjúkraliðar drífa Eygi inn í sjúkrabíl.
Ísraelski aðgerðarsinni Jonathan Pollak, sem var við mótmælin, sagði í þætti BBC, World Service Newshour að hann hefði séð „hermenn á þakinu miða“. Sagðist hann hafa heyrt tvö aðskilin skothljóð, „það liðu um sekúnda eða tvær á milli þeirra“. „Ég heyrði einhvern kalla nafnið mitt og segja á ensku: „Hjálpið okkur. Við þurfum hjálp. Við þurfum hjálp.“ Ég hljóp á móti þeim,“ sagði hann ennfremur. Hann sagðist þá hafa séð Eygi „liggjandi á jörðinni undir ólífutré, blæðandi til bana frá skotsári á höfði“. „Ég setti höndina fyrir aftan bak hennar til að reyna að stöðva blæðinguna,“ sagði hann. „Ég leit upp, það var skýr sjónlína á milli hermannanna og hvar við vorum. Ég tók púlsinn á henni og hann var mjög, mjög veikur.“
Hann bætti við að mótmælin á föstudaginn hefði það verið í fyrsta skipti sem Eygi var viðstödd mótmæl með Alþjóðlegu samstöðuhreyfingunni, sem er styður málstað Palestínu.
Eygi var flutt með hraði á spítala í Nablus en var síðar úrskurðuð látin.
Dr. Fouad Nafaa, yfirmaður Rafidia-sjúkrahússins þar sem Eygi var lögð inn, staðfesti að bandarískur ríkisborgari á miðjum þrítugsaldri hefði látist af völdum „byssuskots í höfuðið“.
Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum segir: „Meðan ísraelska öryggissveitin var að störfum við nærri Beita-svæðinu, svöruðu sveitirnar með skoti í átt að aðalhvatamanni ofbeldisverka sem kastaði grjóti að sveitunum og ógnaði þeim. IDF er að skoða fregnir um að erlendur ríkisborgari hafi látist af völdum skota á svæðinu. Verið er að skoða atvikið og aðstæður þar sem hún varð fyrir skotinu“.
Í viðtalinu við BBC var Jonathan Pollak, spurður út í yfirlýsingu Ísraelshers um að öryggissveitir hefðu brugðist við grjótkasti. Sagði hann að til átaka hefði komið en honum fannst hermennirnir „ekki í neinni hættu“. Það hefði ekki verið „neitt grjótkast“ þar sem hún [Eygi – innskot blaðamanns] hafði verið, að hans sögn.
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, harmaði hið „hörmulega missi“ en Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði aðgerðir Ísraelsmanna „villimannslegar“.
Fjölskylda Eygi segist vera að glíma við þann raunveruleika að hún sé dáin. „Eins og ólífutréð sem hún lá undir þar sem hún dró síðasta andann, var Aysenur sterk, falleg og umhyggjusöm. Nærvera hennar í lífi okkar var tekin að óþörf með ólögmætum og ofbeldisfullum hætti af ísraelska hernum,“ sagði fjölskyldan í yfirlýsingu.