Mannréttindafélög sem styðja Palestínu standa fyrir mótmælagöngu sem kallast Sniðgangan 2024. Verður hún farin á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri þann 14. september.
Samkvæmt tilkynningu verður Sniðgangan 2024 farin til að vekja athygli á sniðgöngu fyrir Palestínu, til að fræða um sniðgöngu og þau vörumerki sem BDS Ísland leggur áherslu á að sniðganga.
Gönguleiðirnar fyrir Sniðgöngurnar næsta laugardag 14/9 eru tilbúnar, bæði fyrir Sniðgangan 2024 – Höfuðborgarsvæðið og Sniðgangan 2024 – Akureyri
„Við minnum á að hægt er að ganga eins langt eða stutt og hver vill og treystir sér til líka hægt að ganga ekki neitt heldur koma til liðs við göngufólk að göngu lokinni og hlýða á ræðu og tónlistaratriði,“ segir í tilkynningunni.
Dagskrá göngunnar á höfuðborgarsvæðinu verður eftirfarandi:
14:00 – Hellisgerði í Hafnarfirði. Göngufólk safnast saman og hlýðir á stutt erindi.
14:20 – gengið af stað frá Hellisgerði, 10 km
16:00 – Hamraborg í Kópavogi. Stutt stopp þar sem fólk getur bæst í hópinn. 4 km þaðan og í Katrínartún þar sem gangan endar
17:00 – Katrínartún þar sem verður dagskrá með ræðu og tónlistaratriði
Dagskrá göngunnar á Akureyri:
14:00 – Háskólinn á Akureyri hjá Íslandsklukkunni. Göngufólk safnast saman og hlýðir á stutt erindi.
14:20 – Gengið af stað frá HA upp Dalsbrautina.
14:45 – Stutt stopp hjá KA-heimilinu þar sem fólk getur bæst í hópinn.
15 – Stutt stopp hjá Berjaya hóteli þar sem fólk getur bæst í hópinn.
15:15 – Ráðhústorg þar sem verður dagskrá með erindum og Dabkeh dans.
Að lokum segir í tilkynningunni: „Hvetjum fólk sem ekki kemst í sjálfar göngurnar að ganga þar sem það er statt í heiminum og allir að nota myllumerkið #snidgangan á samfélagsmiðlum.“