Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Brynjar gekk út þegar Áslaug mætti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynjar Níelsson yfirgaf fundinn þegar dómsmálaráðherra mætti.

 

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, dóms­mála­ráð­herra, ræðir mál­ ríkis­lög­reglu­stjóra og situr fyrir svörum á fundi með stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefnd Al­þingis. Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata og formaður nefnd­ar­inn­ar, kallaði eftir fundinum.

Fundurinn hófst klukkan níu og er lokaður. Um stund­ar­fjórðungi eftir að fundurinn hófst var Áslaug kölluð inn en samkvæmt frétt á mbl.is yfirgaf Brynj­ar Ní­els­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, fundinn um leið og Áslaug mætti.

Uppfært klukkan 10.22

Í samtali við Vísi sagði Brynjar að gjörningurinn hafi ekkert með Áslaugu að gera. „Þetta hefur ekkert með ráðherrann að gera, þó mönnum þætti það mjög skemmtileg frétt,“ sagði Brynjar.

Þá sagði Brynjar að hafa yfirgefið fundinn í mótmælaskyni þar sem Þórhildur Sunna, formaður nefndarinnar, hafi ákveðið að halda fund af þessu tagi „án þess að tala við kóng né prest“.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Haraldur áfram ríkislögreglustjóri

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -