Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti skýrslu sína á Alþingi í gær. Í máli hans kom fram að allt væri í miklum sóma á landinu bláa og þegnarnir lifðu í vellystingum vegna öflugrar ríkisstjórnar. Hann sagði stjórnina ganga í takti við að kveða niður verðbólgu og efla hag almennings. Ekki voru allir sammála þessu og flestir innan stjórnarandstöðu bentu á óstjórnina og óyndið hjá hinum þríeina þursi.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór hamförum í ræðu sinni i umræðum um skýrslu forsætisráðherra á Alþingi í gær. Inga tætti stjórnvöld í sig í ræðu sinni og sagði augljóst að öryrkjar og fátækir lifðu við hungurmörk á meðan þingmenn og annað hátekjufólk hefðu það gott. Önnur eins eldmessa hefur varla heyrst á Alþingi Íslendinga …