Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

Lína Rut hæðist að auglýsingum Play: „Skítt með hæfni, greind og eða persónuleika“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lína Rut Wilberg hæðist að auglýsingum Play í nýlegri Facebook-færslu.

Listakonan fjölhæfa, Lína Rut Wilberg skrifaði Facebook-færslu sem vakið hefur verðskuldaða athygli en þar gagnrýnir hún auglýsingar Play sem birtust á dögunum, með kaldhæðnina að vopni. Í auglýsingunum er notast við fáklætt fólk og tvíræðni, svipað og tíðkaðist á árum áður.

Lína Rut Wilberg
Ljósmynd: Aðsend

Lína Rut tekur þó sérstaklega fram í samtali við Mannlíf að hún sé ekki aðeins að gagnrýna Play, heldur þessa þróun, að nota líkamann til að selja vörur. Tekur hún einnig fram að hún fljúgi sjálf með Play og finnist fyrirtækið sem slíkt fínt. Þess vegna sé svo sárt að sjá þessar auglýsingar. Aðspurð um ástæðuna fyrir því að hún ákvað að skrifa færsluna, svaraði Lína Rut: „Ég ákvað að skrifa status eftir að ég sá færslu um þetta frá mjög þekktum einstaklingi sem hjólar í Drífu hjá Stígamótum. Þessi kona er nánast lögð í einelti þar sem hún dyrfist að hafa skoðun á þessu málefni og ráðist á útlit hennar. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft“.

Færslan hefst á eftirfarandi hátt:

„Let´s all play like Play. Við Play eigum það sameiginlegt að vera nánast „broke“ með jöfnu millibili. Núna er ég „desperate“ bara verð að selja þótt ekki væri nema eitt listaverk. Og ég er aldeilis heppin „I have my body to add“.“ Lína Rut birti svo málverk sem hún gerði en var búin að láta taka mynd af líkama sínum og skeita við málverkið, til að hæðast enn meira af auglýsingunni.

Kaldhæðnin heldur áfram:

- Auglýsing -

„Af hverju kennum við börnunum okkar ekki að nota líkama sinn meira til að ota sínum tota, það sé besta leiðin til að komast áfram í lífinu? Að það sé óþarfi að vinna hörðum höndum að því að efla hæfileika sína og komast áfram á eigin verðleikum? Af hverju að leggja áherslu á öfluga og heiðarlega markaðssetningu þegar það er einfaldara og mun ódýrara að skarta bara nöktum líkama til að fanga athygli? Að yfirborðskenndar og staðlaðar fegurðarímyndir sé málið, skítt með hæfni, greind og eða persónuleika, skítt með innri fegurð og kynþokkann sem kemur líka að innan?“

Að lokum beinir hún orðum sínum að þeim sem ráðist hafa á Drífu Snædal í athugasemdarkerfunum eftir að hún gagnrýndi auglýsingarnar.

„Lítillækkum konur sem dirfast að stíga fram og gagnrýna „sakleysislegar auglýsingar“ því þær vilja ekki þessa framtíð fyrir börnin sín. Látum þær fá það óþvegið, þær eru „bitrar, ljótar, feitar, án kynþokka, með samanbitnar varir, án húmors, þær líta aldrei glaðan dag“ (tekið af kommentakerfinu) Ýtum undir vanlíðan unga fólksins okkar, sérstaklega ungum stúlkum, því vandamálin eru ekki næg fyrir. Og ýtum undir vítahringinn, það þarf sífellt að ganga lengra til að hneyksla og fanga athygli. Kennum þeim líka að samfélagsleg ábyrgð skiptir engu máli, hugsum einungis um okkar eigin hag. Og kennum þeim að kynþokki tengist einungis útliti, ekki persónuleika, sjálfstrausti, ástríðu og umhyggju fyrir sjálfum sér og öðrum. So, dear people, would you buy more of my art if I advertised it like this?“

- Auglýsing -

Birti Lína Rut síðan mynd af málverki sem hún gerði í tilefni auglýsingarinnar, sem má sjá hér fyrir neðan. Til gamans má geta þess að málverkið er til sölu.

Málverk Línu Rutar er fyrir miðju en Lína Rut er fyrirsætan á myndini sem hún skeytti við.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -