Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

„Geri það sem ég þarf að gera á hverjum degi til að halda mínum sjúkdómi í skefjum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rapparinn Árni Páll Árnason hefur talað opinskátt um alkóhólismann  síðan hann fór í meðferð árið 2016.

 

„Ég var bara í rugli, ég er sem sagt óvirkur alkahólisti,“ segir Árni Páll Árnason, eða Herra Hnetusmjör eins og hann er oftast kallaður, í samtali við Fannar Sveinsson í þættinum Framkoma.

Í þættinum spyr Fannar Árna út í edrúmennskuna en Árni fór í meðferð árið 2016. „Ég geri það sem ég þarf að gera á hverjum degi til að halda mínum sjúkdómi í skefjum,“ segir Árni.

Þess má geta að Árni Páll prýddi forsíðu Mannlífs í Ágúst 2018. Þar ræddi hann meðal annars fíknina.

„Ég var farinn að missa tökin meira og meira og sumarið 2016 missti ég þau endanlega. Þá var ég í max rugli og á öllu sem hægt er að hugsa sér. Ég týndist bara í sósunni. Sumarið 2016 var mjög dimmur tími. Ég er alkóhólisti og sama hvað ég var með skýr markmið á öllum sviðum og vissi nákvæmlega hvað ég vildi gera þá tók alkóhólistinn alltaf yfir. Það komst ekkert að því ég var alltaf að fá mér,“ sagði hann.

Sjá einnig: „Ég er ekki hér til að taka þátt. Ég er hér til að vinna“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -