Að minnsta kosti 15 landsliðsmenn fengu magakveisu á ferðalagi sínu til Tyrklands en liðið keppti við landslið Tyrklands 9. nóvember. Leikurinn endaði með 3-1 sigra Tyrklands og voru fáir jákvæðir hlutir við frammistöðu Íslands.
Fótbolti.net greindi frá þessu en í frétt þeirra er sagt frá því að landsliðsmennirnir Stefán Teitur Þórðarson, leikmaður Preston, og Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn, hafi ekki spilað með félagsliðum sínum þar sem þeir hafi ennþá verið að jafna sig á magakveisunni en Stefán Teitur var sennilega besti leikmaður landsins í leikjum liðsins gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi í síðasta landsleikjaglugga.
Þá er einnig greint frá því að nokkrir starfsmenn landsliðsins hafi sömuleiðis fengið magakveisu.