Þriðjudagur 3. desember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Nær allir Íslendingar velja Harris fram yfir Trump

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það væri erfitt fyrir Donald Trump að verða forseti Bandaríkjanna ef einugis fólk á Íslandi fengi að taka þátt í þeim kosningum.

Aðeins 9% íslenskra kjósenda myndu kjósa forsetann fyrrverandi meðan 91% myndu kjósa Kamala Harris en þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Niðurstaða þessi kemur þó ekki sérstaklega á óvart en Trump hefur í gegnum árin mælst sem óvinsælasti forseti Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi.

Annað sem kemur ekki á óvart í niðurstöðunni er að kjósendur Miðflokksins eru líklegastir til að vera hrifnari af Trump en Harris en líklegt þykir að þeir sjái margt sameiginlegt í Trump og Sigmundi Davíð, formanni Miðflokksins. Næstum einn af hverjum þremur kjósendum Miðflokksins myndi kjósa Trump.

Þá er Harris vinsælli hjá konum á Íslandi og eru 96% þeirra á vagninum hennar meðan 85% karlmanna myndu velja Harris fram yfir Trump. Þá myndu allir kjósendur Vinstri Grænna og Samfylkingarinnar kjósa Harris.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -