Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra gaf skipun um að hætt yrði við brottflutning Yazan Tamimi og foreldra hans í morgun.
Samkvæmt Marínu Þórsdóttur verkefnastjóra hjá heimsferða- og fylgdardeilt Ríkislögreglustjóra, sem ræddi við Vísi, kom skipunin um að hætta við að flytja hinn 11 ára gamla dreng frá Palestínu, Yazan Tamimi úr landi, frá dómsmálaráðherra. Segir hún að beiðni um brottflutning hafi legið fyrir í talsverðan tíma en bendir á dómsmálaráðuneytið varðandi frekari upplýsingar.
Yazan var vakinn í nótt af lögreglu og fluttur úr Rjóðrinu á Barnaspítalanum á Keflavíkuflugvöll en átta klukkutímum síðar var hann aftur fluttur á spítalann.