Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Mál Soffíu litlu í Helgafellsskóla á borði bæjarstjóra: „Við tökum málinu mjög alvarlega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Málefni einstaklinga í Helgafellsskóla eru á viðkvæmu stigi og ég er ekki tilbúin að ræða málefni einstakra nemenda. Við tökum málinu mjög alvarlega og erum að leita allra leiða til lausna,“ segir Regína Ástvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, í skriflegu svari til Mannlífs vegna Soffíu, stúlkubarnsins sem var tekið úr Helgafellsskóla vegna eineltis sem það varð fyrir af hendi bekkjarbróður. Drengurinn sem um ræðir hefur ítrekað beitt stúlkuna ofbeldi og kom með eldhúshníf í skólann sem hann sagðist ætla að nota gegn stúlkunni.

Móðir stúlkunnar, Marta Eiríksdóttir, skrifaði haröorða og ítarlega færslu á Facebook þar sem hún fór í gegnum málið og fordæmi aðgerðarleysi skólastjórans í Helgafellsskóla.

Marta Eiríksdóttir berst fyrir öryggi dóttur sinnar.
Mynd: Facebook.

„Við erum búin berjast með kjafti og klóm við stórgallaðan skóla og skólakerfi og umfram allt skólastjórnendur sem eru gjörsamlega vanhæfir í sínu starfi,“ skrifar Marta og vísar til ofbeldisástands sem hefur varað mánuðum saman og orðið til þess að Soffía var ekki í skóla og frístund vikum saman. Nú er svo komið að barnið er ekki lengur í skóla.

Mannlíf leitaði eftir viðbrögðum og svörum frá Rósu Ingvarsdóttur skólastjóra sem er sökuð um getuleysi til að bregðast við. Rósa svaraði ekki skilaboðum og lét ekki ná í sig.

þá segist hann ætla að drepa stúlkuna

Á vefnum Mæðratips steig fram nafnlaus kona sem segist vera móðir drengsins sem um ræðir. Um er að ræða ákall um hjálp og samstöðu um að leysa málin. Hún ávarpar foreldra í bekk sonar síns í upphafi færslunnar: Sælir, kæru foreldrar nemenda í 2.bekk Helgafellskóla. Konan staðfestir í færslu sinni að barnið hafi beitt ofbeldi og farið með hníf í skólann. Konan segist vera öll að vilja gerð til að vinna að lausn málsins en móðir Sofffíu hafi tekið fyrir samskipti milli þeirra.

„Svo kemur símtal heim 3. maí um að strákurinn okkar hafi tekið með sér hníf í skólann. Hann tekur hann upp úr töskunni í rólegheitum þegar allir eru að fara að borða nestið sitt. Ég fékk símtalið frá skólanum um þennan atburð. Auðvitað er kennurum brugðið skil það vel, en hann er mjög rólegur og er að sýna vini sínum hnífinn, þegar kennarinn spyr hvað hann sé að gera með hnífinn, segir hann fyrst skera brauðið sitt svo þegar fleiri spurningar koma af sama tagi, þá segist hann ætla að drepa stúlkuna. Ég er alveg miður mín að hann hafi náð að taka hnífinn af eldhúsborðinu og sett í töskuna og látið þessi hræðilegu orð út úr sér …,“ skrifar konan.

- Auglýsing -
Skólastjórnendur sakaðir um að bregðast ekki við einelti.

Hún biður um að allir leggist á eitt við að leysa þessi mál og bendir á að sonur sinn sé aðeins sjö ára og allajafna blíður.

„En ég veit samt að drengurinn minn er ekki vondur og vill engum illt, hann er bara að reyna að finna sig líka og við erum að kenna honum að nota orðin sín alla daga. Ekki meiða og ekki segja þetta ljóta orð sem upp kom hér á undan.Það er ekkert sem tekur meira á mann tilfinningalega en að barninu manns líði illa eða að allur skólinn sé á móti því. Svo ég vona innilega að þið reynið að setja ykkur líka í okkar spor,“ skrifar konan.

Áréttað skal að hún er undir nafnleysi og því ekki staðfest að hún sé móðir drengsins. Ítarleg frásögn bendir þó til þess að svo sé.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -