Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Borgin siðferðislega vafasöm í nýrri auglýsingu: „Erfitt er að nota mynd af raunverulegu fólki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Reykjavíkurborg notaði nýverið myndir teiknaðar af gervigreind til að auglýsa laus störf hjá sveitarfélaginu en í henni er verið að leita eftir hjúkrunarfræðingi í heimahjúkrun. Notkun á slíkum myndum þykir mjög umdeild, sérstaklega meðal listamanna og lögfræðinga, en margir sérfræðingar telja að brot á höfundarrétti sé að ræða þegar slíkar myndir eru notaðar því forritin sem búa til myndirnar skanna list gerða af mannfólki og setja hana í gagnabanka til að vinna úr síðar.

Þá er ljóst að verði notkun á slíkum myndum tekin með opnum örmum af borginni að ljósmyndarar og grafískir hönnuðir munu missa miklar tekjur á næstu árum.

Auglýsingin umdeilda

Mannlíf hafði samband við Reykjavíkurborg til að spyrjast fyrir um auglýsinguna.

„Þessar myndir voru notaðar til að auglýsa störf sem erfitt er að nota mynd af raunverulegu fólki í og er þetta í fyrsta sinn sem notast hefur verið myndir teiknaðar af gervigreind,“ sagði Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, um málið. „Þessar myndir voru teiknaðar eftir pöntun en samkvæmt lögfræðiáliti var þannig ekki talið að gengið væri að höfundarrétti.“

En mun borgin halda áfram að nota slíkar myndir?

„Þetta var einstakt tilfelli á einu sviði borgarinnar og ákveðin tilraun sem verður skoðuð nú þegar henni er lokið. Engin ákvörðun hefur verið tekin um notkun á gervigreind í útgefnu efni eða starfsauglýsingum,“ en eftir bestu vitund Evu er þetta eina verkefnið sem borgin hefur látið gervigreind teikna fyrir sig myndir.

- Auglýsing -

Ekki búið að marka stefnu

„Reykjavíkurborg á eftir að marka sér stefnu um notkun gervigreindar þegar kemur að útgefnu efni en má ætla að það verði hluti af umfangsmeiri stefnumörkun um notkun gervigreindar sem er í undirbúningi,“ sagði Eva um hvort borgin hafi sett sér reglur í þessu samhengi. Þá sagði hún að þar sem ekki hafi verið mörkuð stefna í þessum málum lægi ábyrgð á myndunum ekki hjá einni ákveðni deild innan borgarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -