Mánudagur 25. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Katrín segir nágranna sína oft þreytta á henni: „Hvenær flytur hún, þetta er óþolandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég veit við erum að fara á eitthvað flakk sko, en þið mættuð snemma þannig að ég þarf aðeins að klára hérna,“ segir Katrín um leið og hún setur í þvottavél. „Þetta gerir sig ekki sjálft.“

segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Framkoma sem sýndir eru á Stöð 2. Fannar Sveinsson sér um þættina, en í þeim hann fylgist með þjóðþekktum Íslendingum undirbúa sig fyrir að koma fram, stíga á svið og skemmta öðrum.

Í þriðja þætti sem sýndur var í gærkvöldi spjallar Fannar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, rapparann Herra Hnetusmjör og uppistandarann Sólmund Hólm.

Katrín opnaði fyrsta krikketvöll á Íslandi í Garðabæ, áhorfendafjöldi 78.

Katrín býr í blokk á Dunhaga og segir að fólkinu í blokkinni þyki dálítið leiðinlegt hvað hún hangir mikið í þvottahúsinu, bæði við að þvo þvott og einnig nýtir hún tímann og tekur mikið af símtölum þar: „Þau heyra svona einhver slitur og eru örugglega bara; „hvenær flytur hún, þetta er óþolandi.“

Katrín segist þó velja gagnsæið og því eru bara allir með.

Fannar fylgir Herra Hnetusmjör á Mærudaga á Húsavík, áhorfendafjöldi 800, og Sólmundi Hólm á uppistandssýningu hans í Bæjarbíó í Hafnarfirði, áhorfendafjöldi 252.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -